Alþýðusamband Íslands leggst gegn því, að frumvarp landbúnaðarráðherra um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, verði að lögum.
Segir ASÍ meðal annars, að með frumvarpinu sé verið að styrkja og festa frekar í sessi kerfi framleiðslutengdra greiðslna til bænda. Það sé bæði í andstöðu við stefnu ASÍ og þá þróun sem átti sér stað með gildandi
búvörusamningi.
Þá telur Alþýðusamband Íslands mikilvægt að auka samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Með því megi stuðla að lægra verði til neytenda, bættum vörugæðum, aukinni nýsköpun og vöruþróun og tryggja betur atvinnufrelsi bænda.