Samband ungra sjálfstæðismanna mun afhenda árleg frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar síðdegis. Hefur verið ákveðið að Brynjar Níelsson, lögmaður, og samtökin InDefence fái verðlaunin í ár.
Verðlaunin eru veitt einstaklingi og samtökum sem þykja hafa látið gott af sér leiða á opinberum vettvangi, óháð stjórnmálaskoðunum eða þátttöku.
SUS segir í tilkynningu, að InDefence séu þau samtök sem eigi hvað mestan heiður eiga skilið fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu.
Þá hafi Brynjar Níelsson verið ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði og staðið vörð um grunngildi réttarríkisins í opinberri umræðu. Þá hefur hann sýnt mikið hugrekki í baráttu gagnvart fólki, sem stjórnmálastéttin þori ekki að andmæla af ótta við óvinsældir.