Brynjar og InDefence fá frelsisverðlaunin

Fulltrúar InDefence á Bessastöðum með undirskriftalista gegn Icesavelögum, sem afhentir …
Fulltrúar InDefence á Bessastöðum með undirskriftalista gegn Icesavelögum, sem afhentir voru forseta Íslands í byrjun ársins.

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna mun af­henda ár­leg frelsis­verðlaun Kjart­ans Gunn­ars­son­ar síðdeg­is. Hef­ur verið ákveðið að Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður, og sam­tök­in InD­efence fái verðlaun­in í ár.

Verðlaun­in eru veitt ein­stak­lingi og sam­tök­um sem þykja hafa látið gott af sér leiða á op­in­ber­um vett­vangi, óháð stjórn­mála­skoðunum eða þátt­töku. 

SUS seg­ir í til­kynn­ingu, að InD­efence séu þau sam­tök sem eigi hvað mest­an heiður eiga skilið fyr­ir að hindra að gengið yrði að ólög­mæt­um og ósann­gjörn­um kröf­um Breta og Hol­lend­inga gegn þjóðinni í Ices­a­ve mál­inu.

Þá hafi Brynj­ar Ní­els­son  verið öt­ull bar­áttumaður gegn póli­tísk­um rétt­trúnaði og staðið vörð um grunn­gildi rétt­ar­rík­is­ins í op­in­berri umræðu. Þá hef­ur hann sýnt mikið hug­rekki í bar­áttu gagn­vart  fólki, sem stjórn­mála­stétt­in þori ekki að and­mæla af ótta við óvin­sæld­ir.

Vef­ur SUS

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert