Einlægur borgarstjóri efast um samvinnu

Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði í Dagbók borgarstjóra á Fésbókinni í gær að hann efaðist um að geta átt samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Jón sagðist sýna auðmýkt en fengi lítið annað á móti nema töffaragang, hroka og /eða fálæti.

Margir skrifuðu athugasemd við þessi ummæli og hvöttu Jón til að halda áfram að brosa, vera mannlegur og sýna auðmýkt en fólk var almennt ánægt með einlægni Jóns.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í samtali við mbl.is í dag að borgarstjóri mætti ekki taka pólitískri umræðu of persónulega.

„Við höfum auðvitað ekki verið sammála um allt en borgarstjóri má ekki taka þeirri pólitísku umræðu of persónulega,“ segir Hanna Birna.

Jón var á leið á fund þegar mbl.is hitti hann í Ráðhúsinu í dag og hafði því miður ekki tíma til að spjalla við okkur svo við óskuðum honum góðrar ferðar. Það vakti athygli að borgarstjóri ferðast um á hjóli en hann notar að sjálfsögðu hjálm.

Dagbók borgarstjóra má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert