Hraðabrot við grunnskóla

mbl.is/Júlíus

Í til­kynn­ingu frá um­ferðardeild Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að við hraðamæl­ing­ar við tvo grunn­skóla í gær hafi sam­tals 77 bif­reiðum verið ekið of hratt.

Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Nes­haga í vesturátt, við Mela­skóla, í eina klukku­stund síðdeg­is.

Á þeim tíma fóru 128 öku­tæki þessa akst­urs­leið og þar af 36 á of mikl­um hraða.

Því ók meira en fjórðung­ur öku­manna, eða 28%, of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var 43 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 51 km/​klst.

Þá var fylgst með öku­tækj­um sem ekið var um Hamra­hlíð í vesturátt, nærri Hlíðaskóla.

Á einni klukku­stund fóru 209 öku­tæki þessa akst­urs­leið og óku 41 bif­reið of hratt, eða fimmt­ung­ur.

Meðal­hraði hinna brot­legu var 42 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 53.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert