Hraðabrot við grunnskóla

mbl.is/Júlíus

Í tilkynningu frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við hraðamælingar við tvo grunnskóla í gær hafi samtals 77 bifreiðum verið ekið of hratt.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, við Melaskóla, í eina klukkustund síðdegis.

Á þeim tíma fóru 128 ökutæki þessa akstursleið og þar af 36 á of miklum hraða.

Því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 28%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51 km/klst.

Þá var fylgst með ökutækjum sem ekið var um Hamrahlíð í vesturátt, nærri Hlíðaskóla.

Á einni klukkustund fóru 209 ökutæki þessa akstursleið og óku 41 bifreið of hratt, eða fimmtungur.

Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 53.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka