Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála skipuð

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað kærunefnd greiðsluaðlögunarmála til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Heimilt er að skjóta til nefndarinnar ákvörðunum í samræmi við ákvæði laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og laga um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota. Úrskurðir kærunefndar greiðsluaðlögunarmála eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

Kærunefndina skipa Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður, Einar Páll Tamimi og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. 

Umboðsmaður skuldara tekur ákvörðun um afgreiðslu á umsókn einstaklinga sem sækja um heimild til að leita eignaráðstöfunar á grundvelli laga um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota. Ef umboðsmaður synjar umsækjanda um slíka heimild getur hann kært þá ákvörðun til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála innan viku frá því að honum berst tilkynning um ákvörðun umboðsmanns skuldara.

Vefur félagsmálaráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert