Kennslustofurnar ekki úr Korpuskóla

Kennslustofurna sem komið var fyrir við Vesturbæjarskóla
Kennslustofurna sem komið var fyrir við Vesturbæjarskóla Jakob Fannar Sigurðsson

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að færanlegu kennslustofurnar við Vesturbæjarskóla hafi áður verið notaða við Korpuskóla.

Eins og kunnugt er kom upp myglusveppur í byggingunum við Korpuskóla fyrir tveimur árum en Jón Halldór segir að þau hús hafi verið seld og verði aldrei notuð til kennslu aftur.

Kennslustofurnar sem nú hafa verið settar niður á lóð Vesturbæjarskóla hafi áður verið notaðar við Breiðholtsskóla, fyrir kennslu og undir frístundaheimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert