Krefjast úrbóta í vegamálum

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Vest­ur­byggðar í gær var samþykkt álykt­un þar sem skorað var á rík­is­stjórn Íslands og þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is að tryggja án taf­ar fjár­magn til vega­fram­kvæmda á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Það sé al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að ríkið ætl­ist til frek­ara sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum á meðan sunn­an­verðir Vest­f­irðir búi við ein­angr­un vegna tak­markaðra sam­gangna.

Eft­ir­far­andi er álykt­un­in sem samþykkt var í gær:

„Bætt­ar sam­göng­ur eru nauðsyn­leg­ar for­send­ur fyr­ir hag­kvæmt at­vinnu­líf og viðun­andi af­komu heim­ila og fyr­ir­tækja. Víða um landið hafa orðið mikl­ar vega­bæt­ur síðustu ár, en bet­ur má ef duga skal.

Á sunn­an­verðum Vest­fjörðum er staðan sú að úr­bæt­ur í sam­göngu­mál­um hafa ekki þró­ast eins og í öðrum lands­hlut­um. Veg­ur­inn um Barðastranda­sýslu er í hörmu­legu ástandi og ör­yggi veg­far­enda fyr­ir borð borið. Áætluðum vega­bót­um á þeirri leið hef­ur sí­end­ur­tekið verið slegið á frest vegna tafa og kæru­mála og sam­fé­lag­inu þannig haldið í gísl­ingu vegna úrræðal­eys­is stjórn­valda.

Leiðin um Dynj­and­is-og Hrafns­eyr­ar­heiðar eru lokaðar stór­an hluta árs­ins vegna snjóa og nú í sum­ar hef­ur ástand þeirra vega farið snar­versn­andi og vart bjóðandi hvorki íbú­um né ferðamönn­um í siðmenntuðu þjóðfé­lagi á 21.

öld, ekki síst í ljósi þeirra staðreynda að lögð hef­ur verið auk­in áhersla á upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu á svæðinu. Sú at­vinnu­grein nær eng­an veg­inn að verða sá vaxt­ar­brodd­ur sem mögu­legt er við nú­ver­andi ástand sam­gangna á svæðinu.

Í því ljósi ger­ir bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar kröfu til þess að við end­ur­skoðun Sam­göngu­áætlun­ar verði fullt til­lit tekið til þess­ara staðreynda. Það er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að rík­is­valdið ætl­ist til frek­ara sam­starfs milli sveit­ar­fé­lag­anna á Vest­fjörðum á meðan sunn­an­verðir Vest­f­irðir eru ein­angraðir vegna tak­markaðra sam­gangna. Slíku sam­starfi verður ekki komið á miðað við nú­ver­andi aðstæður í vega­kerf­inu.

Bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggðar krefst þess að rík­is­stjórn Íslands og þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is tryggi strax fjár­magn til viðhalds og ný­fram­kvæmda á svæðinu."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert