Lögreglan á Akureyri gerði í gærkvöldi húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum vegna gruns um landaframleiðslu. Í ljós kom að nokkuð umfangsmikil framleiðsla á landa var í gangi í húsnæðinu.
Hald var lagt á 150 lítra af tilbúnum landa, 260 lítra af gambra auk tækja og tóla til landaframleiðslu svo sem eimingjartækja, umbúða og efna.
Lögreglu grunar að selja hafi átt landann. Einn maður var handtekinn vegna málsins en honum sleppt að yfirheyrslum loknum.