Landaframleiðsla upprætt

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/GSH

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri gerði í gær­kvöldi hús­leit í iðnaðar­hús­næði í bæn­um vegna gruns um landa­fram­leiðslu. Í ljós kom að nokkuð um­fangs­mik­il fram­leiðsla á landa var í gangi í hús­næðinu.

Hald var lagt á 150 lítra af til­bún­um landa, 260 lítra af gambra auk tækja og tóla til landa­fram­leiðslu svo sem eim­ingjar­tækja, umbúða og efna.

Lög­reglu grun­ar að selja hafi átt land­ann. Einn maður var hand­tek­inn vegna máls­ins en hon­um sleppt að yf­ir­heyrsl­um lokn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert