Með smyril í fóstri í bílskúrnum

Jarl Sig­ur­geirs­son, tón­list­ar­kenn­ari í Vest­manna­eyj­um, hef­ur und­an­farna daga hýst smyr­il, sem hann ók fram á í Gríms­nes­inu. Fugl­inn er meidd­ur á væng en í sam­tali við blaðið Frétt­ir seg­ist Jarl vona, að meiðsl­in séu ekki al­var­leg og hægt verði að sleppa smyrl­in­um ein­hvern næstu daga.

Jarl seg­ist telja að um sé að ræða full­orð­inn fugl sem sé mjög gæf­ur og góður.

„Ég er að vona að hann sé ekki væng­brot­inn og ef svo er verður hægt að sleppa hon­um fljót­lega. Hann étur mikið, svína­kjöt og dauða ritu­unga sem ég hef fundið handa hon­um,“  seg­ir Jarl við Frétt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert