Með smyril í fóstri í bílskúrnum

Jarl Sigurgeirsson, tónlistarkennari í Vestmannaeyjum, hefur undanfarna daga hýst smyril, sem hann ók fram á í Grímsnesinu. Fuglinn er meiddur á væng en í samtali við blaðið Fréttir segist Jarl vona, að meiðsl­in séu ekki alvarleg og hægt verði að sleppa smyrlinum einhvern næstu daga.

Jarl segist telja að um sé að ræða fullorð­inn fugl sem sé mjög gæfur og góður.

„Ég er að vona að hann sé ekki vængbrotinn og ef svo er verður hægt að sleppa honum fljótlega. Hann étur mikið, svínakjöt og dauða rituunga sem ég hef fundið handa honum,“  segir Jarl við Fréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert