Neitar sök í morðmáli

Lögreglan færir manninn í dómssal í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Lögreglan færir manninn í dómssal í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Jakob Fannar

Lögmaður 23 ára karlmanns, sem er grunaður um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. 

Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður mannsins, segir kæruna til Hæstaréttar gerða á grundvelli þess að maðurinn hefur neitað sök. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Maðurinn var í dag úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglu. 

Tvær systur Hannesar Þórs og systursonur voru í dómhúsinu í …
Tvær systur Hannesar Þórs og systursonur voru í dómhúsinu í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert