Óvíst hverju flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga skilar

Málefni fatlaðra verða flutt til sveitarfélaga á næsta ári.
Málefni fatlaðra verða flutt til sveitarfélaga á næsta ári. mbl.is/Eggert

Áformað er að flytja mál­efni fatlaðra al­farið frá ríki til sveit­ar­fé­laga í byrj­un næsta árs. Fé­lags­málaráðuneytið mun þó eft­ir sem áður bera ábyrgð á yf­ir­stjórn hans og hafa eft­ir­lit með þjón­ust­unni. Rík­is­end­ur­skoðun seg­ir, að þrátt fyr­ir þessi áform liggi ekki fyr­ir mat á því hvaða ávinn­ingi flutn­ing­ur­inn muni hugs­an­lega skila og það sé ámæl­is­vert.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar. Seg­ir þar að   sam­kvæmt fjár­lög­um muni fram­lög til þjón­ustu við fatlaða nema sam­tals 11,2 millj­örðum á þessu ári.

Bent er á ýmsa veik­leika í skipu­lagi og stjórn­un mála­flokks­ins. Þannig liggi t.a.m. ekki fyr­ir form­lega samþykkt heild­ar­stefna um hann og fjár­veit­ing­ar taki ekki mið af reglu­legu mati á þörf fyr­ir þjón­ustu. Einnig sé eft­ir­liti með þjón­ust­unni ábóta­vant og því ekki tryggt að jafn­ræði ríki meðal þjón­ustuþega.
 
Svæðis­skrif­stof­ur sjá um að veita þjón­ustu við fatlaða í umboði fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­is­ins. Að auki hef­ur ráðuneytið samið við fimm sveit­ar­fé­lög eða byggðasam­lög um að veita þjón­ust­una gegn greiðslum úr rík­is­sjóði. Í skýrsl­unni kem­ur fram að ekki liggi fyr­ir með hvaða hætti þess­ir samn­ing­ar hafi verið upp­fyllt­ir. 
 
Í skýrsl­unni er bent á ýms­ar leiðir til að bæta stjórn­un mála­flokks­ins. Meðal ann­ars þurfi að samþykkja form­lega heild­ar­stefnu þar sem fram komi skýr for­gangs­röðun, aðgerðaáætl­un og mæli­kv­arðar á ár­ang­ur. Einnig þurfi að tryggja sam­ræmi þjón­ust­unn­ar milli stofn­ana og lands­hluta og að fjár­veit­ing­ar til henn­ar taki mið af reglu­legu mati á þjón­ustuþörf. Þá sé brýnt að bæta allt eft­ir­lit með þjón­ust­unni. Loks þurfi stjórn­völd að tryggja að unnt verði að meta mögu­leg­an ávinn­ing af flutn­ingi mála­flokks­ins frá ríki til sveit­ar­fé­laga. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert