Segulsvið í íbúðum hér svipað og í Svíþjóð

Geislavarnir ríkisins og Brunamálastofnun hafa lokið rannsókn á segulsviði í rúmlega 130 íbúðum. Niðurstöður benda til að segulsvið í íbúðum á Íslandi sé svipað og í Svíþjóð, að því er segir í frétt á vef Geislavarna.

Fram kemur að frágangur raflagna í löndunum tveimur er sambærilegur. „Niðurstöðurnar gefa ekki tilefni til umfangsmeiri rannsókna á segulsviði í íbúðarhúsnæði á Íslandi,” segir í fréttinni. 

Þá telur Brunamálastofnun ekki þörf á að setja ítarlegri reglur um hönnun og setningu raflagna í byggingum hér á landi með það að markmiði að takmarka segulsvið enda þegar að finna í viðmiðunarreglum stofnunarinnar ákvæði þar að lútandi.

Vefur Geislavarna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert