„Snýst um friðlýsinguna sjálfa“

Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir sameiginlegan fund sinn með iðnaðarnefnd og …
Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir sameiginlegan fund sinn með iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis í gær. mbl.is/Eggert

Iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis funduðu með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gær um stöðu Norðlingaölduveitu í ljósi rammaáætlunar og friðlýsingar svæðisins.

Ráðherrarnir hafna því að friðlýsingunni sé stefnt gegn Norðlingaölduveitu. „Það er ekki svo, heldur snýst friðlýsingin um friðlýsinguna sjálfa og það að vernda þetta einstaka svæði. Það þýðir ekki að það sé verið að stefna henni gegn einhverju einu eða öðru. Friðlýsingin snýst um friðlýsingu á forsendum náttúrunnar,“ segirKatrín í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður í iðnaðarnefnd, segir einbeittan vilja ráðherranna til að stækka friðlandið í Þjórsárverum til að koma í veg fyrir Norðlingaölduveitu hafa komið fram á fundinum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert