Starfsfólk styður Ástu

Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.
Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.

Starfsmenn Íbúðalánasjóðs lýsa yfir fullum stuðningi við umsókn Ástu H. Bragadóttur um starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs og harma þá ákvörðun hennar að draga umsókn sína til baka.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem starfsfólk sjóðsins hefur sent frá sér. Ásta tilkynnti í gærkvöldi, að hún drægi umsóknina til baka eftir að Árni Páll Árnason, félagsmálaráðhera, sendi stjórn sjóðsins bréf og mæltist til þess að ráðin yrði valnefnd til að leggja mat á umsækjendur um starfið.

Starfsmennirnir vísa til laga um húsnæðismál en samkvæmt þeim ræður stjórn Íbúðalánasjóðs framkvæmdastjóra. „Engin ákvæði eru um að slík ákvörðun skuli vera einróma og því skal meirihluti stjórnar ráða. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna hefur legið fyrir frá lokum júnímánaðar að meirihluti stjórnar var fylgjandi ráðningu Ástu til starfans.
 
Starfsmenn Íbúðalánasjóðs lýsa því furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnar að tilnefna valnefnd um ráðningu framkvæmdastjóra að tillögu félags- og tryggingamálaráðherra," segir í yfirlýsingunni.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag var haft eftir Árna Páli Árnasyni, að Hákon Hákonarson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, hafi leitað til sín eftir stjórnarfund fyrir viku. með það í huga að styrkja niðurstöðuna. Því hafi hann lagt til að skipuð yrði valnefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert