Starfsfólk styður Ástu

Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.
Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.

Starfs­menn Íbúðalána­sjóðs lýsa yfir full­um stuðningi við um­sókn Ástu H. Braga­dótt­ur um starf fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs og harma þá ákvörðun henn­ar að draga um­sókn sína til baka.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem starfs­fólk sjóðsins hef­ur sent frá sér. Ásta til­kynnti í gær­kvöldi, að hún drægi um­sókn­ina til baka eft­ir að Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðhera, sendi stjórn sjóðsins bréf og mælt­ist til þess að ráðin yrði val­nefnd til að leggja mat á um­sækj­end­ur um starfið.

Starfs­menn­irn­ir vísa til laga um hús­næðismál en sam­kvæmt þeim ræður stjórn Íbúðalána­sjóðs fram­kvæmda­stjóra. „Eng­in ákvæði eru um að slík ákvörðun skuli vera ein­róma og því skal meiri­hluti stjórn­ar ráða. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um starfs­manna hef­ur legið fyr­ir frá lok­um júní­mánaðar að meiri­hluti stjórn­ar var fylgj­andi ráðningu Ástu til starf­ans.
 
Starfs­menn Íbúðalána­sjóðs lýsa því furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórn­ar að til­nefna val­nefnd um ráðningu fram­kvæmda­stjóra að til­lögu fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í dag var haft eft­ir Árna Páli Árna­syni, að Há­kon Há­kon­ar­son, stjórn­ar­formaður Íbúðalána­sjóðs, hafi leitað til sín eft­ir stjórn­ar­fund fyr­ir viku. með það í huga að styrkja niður­stöðuna. Því hafi hann lagt til að skipuð yrði val­nefnd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert