Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri, seg­ir á dag­bók­arsíðu á sam­skipta­vefn­um Face­book að hon­um finn­ist að hann ráði ekki við þetta  og ná að gera þetta fal­lega. „Ef­ast um að ég geti átt sam­vinnu við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffara­gang, hroka og eða fá­læti, ég brosi, en fæ lítið til­baka," seg­ir borg­ar­stjóri.

„Á ég að hætta líka að brosa eða reyna áfram að ving­ast við þetta fólk sem ber ek...ki virðingu fyr­ir mér og því sem við erum að reyna að gera. Ætla að sofa á þessu. Góða nótt," seg­ir borg­ar­stjóri síðan í færslu í gær­kvöldi.

Í dag­bókar­færsl­un­um lýs­ir Jón einnig bar­áttu við tób­akið en hann virðist hafa hætt að reykja í vik­unni:  „Eig­in­gjarn, sjálfs­elsk­ur og upp­full­ur af sjálfs­vork­un. Hræðilega er þetta and­styggi­leg og til­gangs­laus fíkn. Ef ég get ekki sigrað sjálf­an mig þá get ég ekki neitt. Ahhh, liðið hjá. Er aft­ur auðmjúk­ur. Takk."

Dag­bók borg­ar­stjóra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert