Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­seta borg­ar­stjórn­ar, þykir færsla Jóns Gn­arr borg­ar­stjóra, á síðunni Dag­bók borg­ar­stjóra, bera þess merki að borg­ar­stjóri taki póli­tísk­um umræðum of per­sónu­lega.

„Það eina sem ég get sagt er að það er part­ur af lýðræðinu og part­ur af allri sam­vinnu að skipt­ast á skoðunum. Og við höf­um auðvitað ekki verið sam­mála um allt en borg­ar­stjóri má ekki taka þeirri póli­tísku umræðu of per­sónu­lega.“

Hanna Birna seg­ir umræðuna snú­ast um hag borg­ar­búa og Sjálf­stæðismönn­um þyki að hon­um hafi verið vegið að und­an­förnu.

„Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að við Sjálf­stæðis­menn höf­um gagn­rýnt nú­ver­andi meiri­hluta Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir að nýta sum­arið ekki nægi­lega vel til að finna góðar leiðir til hagræðing­ar í borg­ar­kerf­inu.“

„Við höf­um mjög mark­visst hafnað þeirri leið að hækka gjald­skrár og skatta á íbúa eins og nú virðist stefna í, því miður. Það get­ur vel verið að borg­ar­stjóri sé að vísa til þess og að hann upp­lifi þessa hörðu af­stöðu okk­ar gegn skatta­hækk­un­um sem „hroka“ eða „töffara­gang“ en það er ekk­ert annað en hlut­verk okk­ar. Okk­ur finnst bara ekk­ert bros­legt við hærri álög­ur á íbúa.“

Þá ít­rek­ar Hanna Birna að Sjálf­stæðis­menn séu ekki í meiri­hluta­sam­starfi með Besta flokkn­um en minna hafi farið fyr­ir sam­vinnu á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar und­an­farið en áður hafi verið. 

„Meiri­hlut­inn hef­ur sagt að það sé vegna sum­ar­leyfa og menn séu að finna sinn stað svo við höf­um sýnt því skiln­ing.“

Henni þykir þó kveða við ann­an tón hjá borg­ar­stjóra sem hafi ein­ung­is fyr­ir nokkr­um dög­um talað um að hon­um þætti miður að meiri­hlut­inn hafi ekki staðið sig nógu vel í sam­vinn­unni.

Fyrst og fremst snú­ist vinn­an í borg­ar­stjórn um mál­efni borg­ar­búa en ekki per­són­ur. „Lýðræðið kall­ar á það að menn skipt­ist á skoðunum og fyr­ir því mega menn ekki vera of viðkvæm­ir.“

Sýni auðmýkt en fæ töffara­gang á móti

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka