Íslenska þjóðkirkjan hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna meintra kynferðisafbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Það lítur út fyrir að fólk sé almennt ekki ánægt með viðbrögð kirkjunnar við þessum ásökunum á hendur Ólafi og margir vilja meina að kirkjan hafi brugðist konunum.
En hvað hefur almenningur um málið að segja? Við tókum þjóðarpúlsinn í miðbæ Reykjavíkur.
Viðtal við séra Hjálmar Jónsson um málið í Morgunblaðinu í dag.