Ætlar að skoða stöðu stjórnarmanns í Seðlabanka

Lara V. Júlíusdóttir.
Lara V. Júlíusdóttir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, formaður stjórn­ar Seðlabanka Íslands, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að ótækt væri að starfs­menn og stjórn­end­ur fyr­ir­tækja  hafi notið annarra kjara en viðskipta­vin­ir fyr­ir­tækj­anna þegar kem­ur að inn­heimtu skulda.

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins í gær, að yf­ir­menn dótt­ur­fyr­ir­tækja Ex­ista fengu í fyrra felld niður lán, sem nema hundruðum millj­óna króna, þar á meðal   Katrín Olga Jó­hann­es­dótt­ir, sem er stjórn­ar­maður í Seðlabanka Íslands.  

Lára sagðist ætla að fá skýr­ing­ar Katrín­ar Olgu á mál­inu en ef rétt reyn­ist að verið sé að mis­muna fólki með þess­um hætti sé það afar slæmt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert