Efnahagsleg árás af hálfu Breta

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, lýsti þeirri skoðun á fundi ut­an­rík­is­ráðherra Norður­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna í gær, að  Íslend­ing­ar hefðu, ein­ir þjóða, í reynd orðið fyr­ir efna­hags­legri árás af hálfu ann­ars NATO-rík­is þegar Bret­ar virkjuðu hryðju­verka­lög­in gegn Íslend­ing­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu sagði Össur á fund­in­um, að það væri óskilj­an­legt og óverj­andi að eitt aðild­ar­ríki  Atlants­hafs­banda­lags­ins gripi til slíkra aðgerða gegn öðru; það væri í al­geru ósam­ræmi við grunn­hugs­un banda­lags­ins um sam­stöðu. Með því hefðu Bret­ar vegið að grund­vall­ar­hags­mun­um Íslend­inga og komið í veg fyr­ir að nokk­ur von yrði til þess að unnt yrði að bjarga því sem bjargað varð í ís­lenska banka­kerf­inu.

Össur  lagði sér­staka áherslu á að út­víkk­un ör­ygg­is­hug­taks NATO næði einnig til efna­hags­leg ör­ygg­is. Með því yrði tryggt að efna­hags­leg árás á borð við þessa gerðist aldrei aft­ur.

Að sögn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sagði  Ai­vis Ronis, ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands, að málið væri þess eðlis að rétt hefði verið hjá Íslend­ing­um að taka það upp á vett­vangi NATO, eins og gert var á sín­um tíma.  

Fund­ur­inn var hald­inn í Riga í Lett­landi. Þar ákváðu ráðherr­arn­ir að styrkja sam­starf ríkj­anna átta enn frek­ar á grund­velli til­lagna sem unn­in var fyr­ir þá af Søren Gade fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Dana, og Vald­is Birkavs, fyrr­ver­andi for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra Letta.

Skýrsl­an, sem kynnt var á fund­in­um, fel­ur í sér 38 til­lög­ur um leiðir til auk­ins sam­starfs Eystra­salts­ríkj­anna og Norður­land­anna. Til­lög­urn­ar lúta að póli­tísk­um sam­skipt­um, nán­ara sam­starfi milli ut­an­rík­isþjón­usta og hjá alþjóðastofn­un­um, og sam­vinnu í um­hverf­is- og orku­mál­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka