Engin ástæða til þess að óttast dómstólaleiðina

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Takist samninganefndinni ekki að leiða fram niðurstöðu á allt öðrum forsendum en ríkisstjórnin gerði þá er augljóst að við höfum engu að tapa að fara dómstólaleiðina,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Bjarni ritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann sagði ástæðulaust að óttast að Icesave-deilan færi fyrir dómstóla og gagnrýndi harðlega framgöngu og málflutning stjórnvalda í málinu sem miðaði sem fyrr að því að reyna að hræða fólk. Öllum væri þó ljóst „að heimsendaspádómar ríkisstjórnarinnar“ hefðu til þessa verið rangir enda hefði þjóðin hafnað því að greiða fyrir Icesave í þjóðaratkvæði.

Bjarni sagði í greininni að ríkisstjórnin ætti aðeins eina leið færa ætlaði hún að standa með eigin þjóð og það væri að standa gegn kúgunartilburðum þeirra sem ætluðu sér að leggja „lamandi byrðar á Íslendinga“ og hefja undirbúning dómsmáls fyrir EFTA-dómstólnum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka