„Takist samninganefndinni ekki að leiða fram niðurstöðu á allt öðrum forsendum en ríkisstjórnin gerði þá er augljóst að við höfum engu að tapa að fara dómstólaleiðina,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.
Bjarni sagði í greininni að ríkisstjórnin ætti aðeins eina leið færa ætlaði hún að standa með eigin þjóð og það væri að standa gegn kúgunartilburðum þeirra sem ætluðu sér að leggja „lamandi byrðar á Íslendinga“ og hefja undirbúning dómsmáls fyrir EFTA-dómstólnum.