Glaumur og gleði í Hofi

Kristján Ingimarsson leikari sýndi á táknrænan hátt, með aðstoð gesta, …
Kristján Ingimarsson leikari sýndi á táknrænan hátt, með aðstoð gesta, að allt er hægt ef samtakámátturinn er nægur! mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Menn­ing­ar­húsið Hof á Ak­ur­eyri var form­lega tekið í notk­un við hátíðlega at­höfn síðdeg­is. For­seta­hjón­in, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Dor­ritt Moussai­eff, voru á meðal 500 boðsgesta sem fylltu Hamra­borg­ina, stóra tón­leika­sal þessa glæsi­lega húss. 

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands lék í upp­hafi sam­kom­unn­ar verkið Hymnos op. 45 eft­ir Hafliða Hall­gríms­son. Hafliði, sem er Ak­ur­eyr­ing­ur en hef­ur verið bú­sett­ur í Skotlandi í ára­tugi, samdi verkið sér­stak­lega í til­efni opn­un­ar Hofs, að beiðni hljóm­sveit­ar­inn­ar.

Ann­ar Ak­ur­eyr­ing­ur, Kristján Jó­hanns­son, söng Hamra­borg Sig­valda Kaldalóns og Davíðs Stef­áns­son­ar frá Fagra­skógi við und­ir­leik Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norður­lands og söng­hóp­ur­inn Hymnodia, und­ir stjórn Eyþórs Inga Jóns­son­ar, söng Bog­orodit­se Devo eft­ir Rachman­in­ov.

Þá tók Lay Low lagið ásamt norðlensk­um tón­list­ar­mönn­um og ávörp fluttu Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Ingi Björns­son formaður bygg­ing­ar­nefnd­ar húss­ins, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri og Karl Frí­manns­son formaður stjórn­ar menn­ing­ar­fé­lags­ins Hofs.

Loks sýndu leik­ar­ar úr Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar bút úr söng­leikn­um Rocky Horr­or sem frum­sýnd­ur verður í Hofi snemma í sept­em­ber.

Kynn­ar á sam­kom­unni voru leik­ara­feðgin­in Þrá­inn Karls­son og Hildigunn­ur Þrá­ins­dótt­ir. Mót­töku­stjórn var í hönd­um Kristjáns Ingimarss­son­ar leik­ara - sem titlaður var gæðastjóri, og fór hann á kost­um við at­höfn­ina. Kitlaði hlát­urtaug­ar viðstaddra hvað eft­ir annað og endaði á því að sýna hve sam­taka­mátt­ur fólks er mik­ill ef all­ir standa sam­an; bar stór­an fleka aft­ast í neðri hæð sal­ar­ins, þar sem áhorf­end­ur tóku við hon­um, Kristján sté upp á flek­ann og áhorf­end­ur fleyttu hon­um til baka niður á sviðið.

Kristján Jóhannsson syngur Hamraborg Kaldalóns og Davíðs Stefánssonar við undirleik …
Kristján Jó­hanns­son syng­ur Hamra­borg Kaldalóns og Davíðs Stef­áns­son­ar við und­ir­leik Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norður­lands. mbl.is/​Skapti
Hafliði Hallgrímsson og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, eftir …
Hafliði Hall­gríms­son og Guðmund­ur Óli Gunn­ars­son, stjórn­andi Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norður­lands, eft­ir að sveit­in frum­flutti verkið Hymnos eft­ir Hafliða. mbl.is/​Skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert