Kristján Jóhannsson þandi raddböndin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær. Við hæfi var að akureyrski stórtenórinn mátaði Hamraborgina við salinn, enda hefur því glæsilega rými verið gefið það nafn.
Húsið verður vígt við hátíðlega athöfn í dag. Þar stíga margir listamenn á svið og Kristján flytur einmitt þetta magnaða lag við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Fjallað er um húsið í Sunnudagsmogganum.