Maðurinn fundinn í Svínadal

Svínadalur.
Svínadalur. www.mats.is

Maður á fimm­tugs­aldri sem leitað var að í Svína­dal í nótt fannst í morg­un heill á húfi nú laust fyr­ir klukk­an níu. Hann fannst sof­andi ölv­un­ar­svefni ná­lægt bæn­um Svarf­hóli, sem er 3-4 km frá sum­ar­bú­stað í Svína­dal sem maður­inn dvaldi í.

Það voru liðsmenn Björg­un­ar­fé­lags Akra­ness sem fundu mann­inn. Kalt var á þess­um slóðum í nótt og fór hit­inn niður und­ir frost­mark. Þess vegna var sett­ur kraft­ur í leit að mann­in­um, en hans var saknað upp úr miðnætti, að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi.

Búið var að kalla úr þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar en henni var snúið við þegar maður­inn fannst. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert