Menningarhús tekið í notkun

Fyrstu tónleikarnir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri fóru fram í …
Fyrstu tónleikarnir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri fóru fram í gærkvöldi en þar komu fram Lay Low og gestir. mbl.is/Skapti

Menningarhúsið Hof á Akureyri verður formlega tekið í notkun síðdegis í  dag. Opnunardagskrá hófst raunar í gær með listsýningum, veitingastaður og hönnunarhús hófu starfsemi og í gærkvöldi voru tónleikar þar sem Lay Low og norðlenskir tónlistarmenn komu fram.

Um helgina er einnig haldin svonefnd Akureyrarvaka en með henni lýkur formlegri dagskrá Listasumars. 

Akureyrarvaka er jafnframt afmælishátíð Akureyrarbæjar sem verður 149 ára í dag. Á síðustu árum hefur sú hefð skapast að miðbær Akureyrar breytist í leikhús á Akureyrarvöku í kvöld klukkan 21 verður karnival  í Listagilinu.

Opnunarhátíð Hofs

Dagskrá Akureyrarvöku

Menningarhúsið Hof.
Menningarhúsið Hof. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert