Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti í gær að fresta því að stofna nýtt atvinnuvegaráðuneyti með sameiningu iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir við Ríkisútvarpið, að ástæðan sé ágreiningur í ríkisstjórn og andstaða VG við málið.
Ríkisútvarpið hefur eftir Ólöfu, að ágreiningurinn felist í því að Vinstri grænir vilji ekki afgreiða frumvarp um sameininguna í núverandi búningi og þetta tengist umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu.