Þingmenn máluðu húsið

Verkinu lokið. Í aftari röð f.v.: Ólína Þorvarðardóttir, Magnea Matthíasdóttir, …
Verkinu lokið. Í aftari röð f.v.: Ólína Þorvarðardóttir, Magnea Matthíasdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson. Í fremri röð f.v.: Dibo 8 ára, Henning 12 ára, Otto 14 ára, Vittus Napparngummut, Peter 16 ára, Árni Johnsen og Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Þórður Þórarinsson

Íslensk­ir alþing­is­menn máluðu hús ein­stæðs græn­lensks föður fjög­urra barna þegar þeir höfðu lokið störf­um á árs­fundi Vestn­or­ræna ráðsins i bæn­um Tasilaq (Amma­saliq) á Aust­ur-Græn­landi á fimmu­dag­inn var. Fjöl­skyldufaðir­inn „brosti með jarðar­kringl­unni“ af þakk­læti.

Árs­fund­in­um var lokið á fimmtu­dag­inn var en ekk­ert flug fékkst heim  fyrr en dag­inn eft­ir. Þing­menn­irn­ir fengu því óvænt­an frí­dag. „Hús­in í bæn­um voru í mis­jöfnu ástandi. Mér datt í hug að það væri gam­an að leggja lið og mála eitt þeirra,“ sagði Árni Johnsen, alþing­ismaður sem var á fund­in­um. 

Hann fékk græn­lenska þing­mann­inn Just­us Han­sen til að aka með sig um bæ­inn. „Þar var eitt hús áber­andi snjáð. Í því býr fimm manna fjöl­skylda, fjög­ur börn 8-16 ára og faðir þeirra. Hús­móðirin stakk af fyr­ir nokkr­um árum með öðrum manni,“ sagði Árni. 

Hús­bónd­inn heit­ir Vitt­us Napp­arng­umm­ut og er veiðimaður að at­vinnu. Auk þess sér hann um heim­il­is­haldið og ann­ast um börn­in. Hann fylg­ir dótt­ur sinni í skól­ann og sæk­ir hana, þvær þvotta, eld­ar mat og annað sem til þarf. Vitt­us er reglumaður og sístarf­andi.

„Hann er með bát­kænu en ut­an­borðsmótor­inn hans, 40 hestafla, er ónýt­ur. Hann fær því lánaðan bát hjá vini sín­um til að veiða í mat­inn,“ sagði Árni. „Hann borg­ar leigu með fiski og fær af­gang­inn af afl­an­um fyr­ir sig.“

„Ég þarf að finna handa hon­um 40 hestafla mótor ein­hvers staðar, það liggja marg­ir með ónotaða mótora,“ sagði Árni. Þeir spurðu Vitt­us hvort þeir mættu mála húsið hans og hann varð him­in­lif­andi. „Hann sagðist hann lengi hafa langað að mála það, en ekki haft efni á því - auk þess sem ut­an­borðsmótor­inn væri ónýt­ur. Hann brosti með jarðar­kringl­unni við þetta boð,“ sagði Árni.

Þau sem fóru í máln­ing­ar­vinn­una voru auk Árna alþing­is­menn­irn­ir Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Ólína Þor­varðardótt­ir, Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, Magnea Matth­ías­dótt­ir rit­ari nefnd­ar­inn­ar og Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Vestn­or­ræna ráðsins.

„Við keypt­um máln­ingu á húsið og allt sem til þurfti og luk­um við að mála húsið á ein­um degi,“ sagði Árni. „Um leið löguðum við til á lóðinni!“

Sökkull húss­ins var málaður svart­ur, húsið rautt og glugg­ar hvít­ir. Húsið skipti al­veg um svip vegna fram­taks ís­lensku þing­mann­anna og starfs­manna ráðsins.

Meðan þing­menn­irn­ir máluðu húsið gekk Vitt­us með óhreint tau niður í þvotta­hús sem er við höfn­ina og setti þar í þvotta­vél. Leiðin ligg­ur um mjög bratta brekku. Hann skaust á sjó og veiddi væn­an skerjalax sem hann vildi endi­lega gefa þing­mönn­un­um að laun­um. Þeir báðu hann að gefa fjöl­skyldu sinni lax­inn en þáðu þakk­læti þeirra allra að laun­um.


Húsið var áberandi snjáð. Sigmundur Ernir og Ásmundur Einar byrjaðir …
Húsið var áber­andi snjáð. Sig­mund­ur Ern­ir og Ásmund­ur Ein­ar byrjaðir að mála. mbl.is/Þ​órður Þór­ar­ins­son
Húsið gjörbreytti um svip við að vera málað. Ásmundur Einar …
Húsið gjör­breytti um svip við að vera málað. Ásmund­ur Ein­ar í stig­an­um sem Árni styður við og Sig­mund­ur Ern­ir og Ólína fylgj­ast með. mbl.is/Þ​órður Þór­ar­ins­son
Þegar málningarvinnunni var lokið var tekið til á lóðinni og …
Þegar máln­ing­ar­vinn­unni var lokið var tekið til á lóðinni og allt var hreint og snyrti­legt eft­ir að þing­menn­irn­ir tóku til hend­inni. mbl.is/Þ​órður Þór­ar­ins­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert