Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, seg­ist í viðtali við Frétta­blaðið von­ast til þess að fram fari op­in­ber rann­sókn á vinnu­lagi  sér­staks sak­sókn­ara.  

Sig­urður seg­ir, að gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðir í maí yfir Hreiðari Má Sig­urðssyni og fleiri fyrr­um yf­ir­mönn­um Kaupþings hafi ekk­ert haft með hags­muni rann­sókn­ar sak­sókn­ara að gera.

„Embætti sak­sókn­ara hafði verið með ýms­ar yf­ir­lýs­ing­ar um að brátt færi að líða að þessu og hinu, ákær­um og svo fram­veg­is. Ég held að það hafi verið kom­inn tölu­verður þrýst­ing­ur á að eitt­hvað gerðist. Þá var gripið til þess ráðs að þjarma hraust­lega að okk­ur Kaupþings­mönn­um og sum­ir jafn­vel hneppt­ir í varðhald. Mér er kunn­ugt um að fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans, Hreiðar Már Sig­urðsson, var hneppt­ur í tólf daga ein­angr­un en ekk­ert talað við hann fyrr en á síðasta degi varðhalds­ins. Maður spyr: Er það eðli­legt? Þá mundu þeir auðvitað segja: Við þurft­um að tala við ýmsa aðra. En mér er kunn­ugt um það hverja aðra var talað við og það er ekk­ert þar sem rétt­læt­ir tólf daga gæslu­v­arðhald. Ekk­ert," seg­ir Sig­urður.

Seg­ir Sig­urður að hann hafi, með því að neita lengi vel að mæta í yf­ir­heyrslu á Íslandi, ekki ætlað að tefja rann­sókn­ina held­ur verið að mót­mæla óskilj­an­leg­um yf­ir­gangi og valdníðslu.  

Sjálf­ur seg­ist hann telja að hann hafi gefið full­nægj­andi skýr­ing­ar á öllu því, sem hon­um er gefið að sök. Þá seg­ir hann það of­vaxið sín­um skiln­ingi, að Ices­a­ve-málið skuli ekki hafa verið fyrsta málið, sem rann­sakað var sem saka­mál eft­ir hrun.

Sig­urður seg­ist hafa reynt að skapa sér nýja til­veru eft­ir banka­hrunið og það hafi gengið býsna vel áður en sak­sókn­ar­inn ákvað að setja hann á lista alþjóðalög­regl­unn­ar. Sú ákvörðun hafi reynst mjög af­drifa­rík fyr­ir sig og sína fjöl­skyldu.

Þegar Sig­urður er í viðtal­inu spurður hvort hann telji sig skulda ís­lensk­um al­menn­ingi af­sök­un­ar­beiði seg­ist hann telja að það sé annarra að biðjast af­sök­un­ar á skell­in­um sem lífs­kjör al­menn­ings hlutu í hrun­inu.

„Það sem ég er að reyna að segja er að ég ber mína ábyrgð en ekki gagn­vart þjóðinni og ég tel að það sé þeirra sem til henn­ar sóttu umboð að standa henni reikn­ings­skil gjörða sinna. Í þeim efn­um er ég auðvitað að tala um stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn í stjórn­sýsl­unni," seg­ir Sig­urður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert