Ráðherra vissi af vilja stjórnarinnar

Aðetur Íbúðalánasjóðs er í Höfðaborg.
Aðetur Íbúðalánasjóðs er í Höfðaborg. mbl.is/Golli

Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, og Hákon Hákonarson, stjórnarformaður ÍLS, segja Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra hafa vitað að fjórir af fimm stjórnarmönnum hafi ætlað að samþykkja ráðningu Ástu þegar hann beindi þeim tilmælum til stjórnarinnar að skipa sérstaka valnefnd til að velja í stöðuna.

Árni sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann hefði vitað að naumur meirihluti væri fyrir ráðningu Ástu en engu að síður kæmi það sér í opna skjöldu að stjórnin hefði ákveðið að ráða hana þegar einn stjórnarmanna óskaði eftir því að málinu yrði frestað um viku.

Ásta H. Bragadóttir kveður Árna hafa vitað af vilja meirihlutans. „Ég veit ekki annað en hann hafi vitað af því. Ég ætla nú ekki að ásaka manninn um að segja ekki satt, en ég veit ekki annað,“ segir Ásta sem kveður það augljóst að ráðherra telji einhvern annan hæfari til verksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert