Ráðherra vissi af vilja stjórnarinnar

Aðetur Íbúðalánasjóðs er í Höfðaborg.
Aðetur Íbúðalánasjóðs er í Höfðaborg. mbl.is/Golli

Ásta H. Braga­dótt­ir, starf­andi fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs, og Há­kon Há­kon­ar­son, stjórn­ar­formaður ÍLS, segja Árna Pál Árna­son fé­lags­málaráðherra hafa vitað að fjór­ir af fimm stjórn­ar­mönn­um hafi ætlað að samþykkja ráðningu Ástu þegar hann beindi þeim til­mæl­um til stjórn­ar­inn­ar að skipa sér­staka val­nefnd til að velja í stöðuna.

Árni sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið í gær að hann hefði vitað að naum­ur meiri­hluti væri fyr­ir ráðningu Ástu en engu að síður kæmi það sér í opna skjöldu að stjórn­in hefði ákveðið að ráða hana þegar einn stjórn­ar­manna óskaði eft­ir því að mál­inu yrði frestað um viku.

Ásta H. Braga­dótt­ir kveður Árna hafa vitað af vilja meiri­hlut­ans. „Ég veit ekki annað en hann hafi vitað af því. Ég ætla nú ekki að ásaka mann­inn um að segja ekki satt, en ég veit ekki annað,“ seg­ir Ásta sem kveður það aug­ljóst að ráðherra telji ein­hvern ann­an hæf­ari til verks­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert