Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár

Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal.

Sig­urður Lín­dal, pró­fess­or, sagði í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, að hann sæi enga þörf á heild­ar­end­ur­skoðun ís­lensku stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Sig­urður sagðist ekki telja gott ef heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar færi fram með ímynduð vanda­mál að leiðarljósi. Þá væri hætta á, að tísku­fyr­ir­bæri yrðu sett inn í stjórn­ar­skrána. Var­huga­vert  væri, að setja þar yf­ir­lýs­ing­ar, al­menns eðlis, sem eng­inn ágrein­ing­ur sé um en merk­ing­in kunni þó að vera óljós. 

Sig­urður sagði lang­best að taka stjórn­ar­skrár fyr­ir og breyta þeim í áföng­um ef þurfa þætti. Ef eitt­hvað gerðist, sem virki­lega bryti á og reynst hefði öðru­vísi en til var ætl­ast, væri sjálfsagt að taka það fyr­ir. Einnig mætti gera viðbæt­ur við stjórn­ar­skrá.

„Ég tel að stjórn­ar­skrá­in eigi að vera göm­ul," sagði Sig­urður. 

Hann sagði, að and­rúms­loftið eft­ir hrunið haustið 2008 hefði verið í þá átt, að breyta þyrfti stjórn­ar­skránni. „En ég hef enga trú á að hægt sé að breyta hug­ar­fari fólks með penn­astriki," sagði Sig­urður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka