Hafnarstræti hefur nú verið verið lokað fyrir bílaumferð við Pósthússtræti til að gefa gangandi, hjólandi og verslunum betra rými. Þeir sem reka verslanir í götunni ætla að nýta sér hana með ýmsu móti í september til dæmis með sölutjöldum, samkvæmt tilkynningu frá borginni.
Hugmyndin að þessari breytingu er komin frá verslunar- og þjónustuaðilum við götuna og hafa þeir nú leyfi til þess að skapa skemmtilega útistemmningu í götunni. Bílastæði verða ekki heimil í götunni í september. Innkeyrsla fyrir bifreiðar sem þjóna fyrirtækjum í götunni er heimiluð frá Tryggvagötu.