Fimm handteknir í Ósló

Liðsmaður Bandidos.
Liðsmaður Bandidos. reuters

Lög­regl­an í Ósló hand­tók í kvöld fimm ein­stak­linga í og við klúbbhús mótor­hjóla­geng­is­ins Bandidos í Etter­stad. Einn var flutt­ur á sjúkra­hús. Skot­um var hleypt af og einn bar­inn með hafn­ar­bolta­kylfu, að sögn tals­manns lög­regl­unn­ar í sam­tali við Ver­d­ens Gang. Eng­inn varð fyr­ir skot­un­um, að sögn lög­regl­unn­ar.

Sá sem særðist gat gengið og var með meðvit­und, að sögn lög­regl­unn­ar. Lög­regl­an hand­tók tvo menn fyr­ir utan húsið og þrjá inni í því. Sá sem meidd­ist var hand­tek­inn inni í hús­inu. Lög­regl­an gaf ekki upp hvort þeir hand­teknu eða sá meiddi til­heyri mótor­hjóla­klúbbn­um.

Fólk sem býr í ná­grenni við klúbbhúsið gerði viðvart um skot­in sem það heyrði fyrr í kvöld. Lög­regl­an vinn­ur enn að rann­sókn á vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert