Meira fólk en fé í réttunum

Frá Baldursheimsrétt í morgun.
Frá Baldursheimsrétt í morgun. mbl.is/Birkir Fanndal

Fyrsta fjárrétt haustsins var í dag í Baldursheimsrétt í Suður-Þingeyjarsýslu. Oft hefur verið meira fé í réttinni en var í morgun og bar raunar meira á fólki.

Baldursheimsrétt var byggð árið 1934. Hún er steinsteyptur 8 hyrningur  og var lengi skilarétt fyrir fé af suðurafrétti Mývetninga.  Þegar flest var sauðfé var rétt svo að dilkar réðu við fjárfjöldann en nú er öldin önnur  og   aðeins  nýttir örfáir dilkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka