Meira fólk en fé í réttunum

Frá Baldursheimsrétt í morgun.
Frá Baldursheimsrétt í morgun. mbl.is/Birkir Fanndal

Fyrsta fjár­rétt hausts­ins var í dag í Bald­urs­heims­rétt í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Oft hef­ur verið meira fé í rétt­inni en var í morg­un og bar raun­ar meira á fólki.

Bald­urs­heims­rétt var byggð árið 1934. Hún er stein­steypt­ur 8 hyrn­ing­ur  og var lengi skila­rétt fyr­ir fé af suðuraf­rétti Mý­vetn­inga.  Þegar flest var sauðfé var rétt svo að dilk­ar réðu við fjár­fjöld­ann en nú er öld­in önn­ur  og   aðeins  nýtt­ir ör­fá­ir dilk­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka