Prófmál gegn fimm hluthöfum í Baugi

Bjarni S. Ásgeirsson, skiptastjóri eignarhaldsfélagsins BGE, segir við breska blaðið Daily Mail, að væntanlega verði höfðuð prófmál á hendur fimm af þeim hluthöfum í Baugi Group, sem fengu lán hjá BGE fyrir hlutafjárkaupunum. 

Ákveðið var á skiptafundi   BGE í síðustu viku, að innheimta skuldir starfsmanna Baugs við félagið. Skuldirnar eru til komnar vegna lána til hlutabréfakaupa í Baugi. Samtals nema skuldirnar um milljarði króna hjá um 40 fyrrverandi starfsmönnum og hæstu lánin fengu Jón Ásgeir Jóhannesson, Gunnar Sigurðsson og Stefán Hilmarsson.

Mail hefur eftir Bjarna, að málsvörn hluthafanna muni væntanlega snúast um ákvæði í hluta af upprunalegu lánasamningunum, um að bankarnir  sem fjármögnuðu kaupin muni ekki ganga að  lánþegunum persónulega, heldur lægju bréfin sjálf til grundvallar sem veð. 

„Þetta er ekki hvítt og svart," segir Bjarni við blaðið. „Þeir kunna að hafa varnir. Ég er viss um að þetta fer til dómstóla og hugsanlega til Hæstaréttar Íslands.

Stærstu kröfuhafarnir eru þrotabú Baugs Group og Kaupþings.  

Frétt Daily Mail


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert