Saug sig fasta við hval

Sæsteinsugan er mjög frísk og 80 sentimetra löng.
Sæsteinsugan er mjög frísk og 80 sentimetra löng. mbl.is/Georg Skæringsson

Steinsuga sem hafði fest sig við hundraðasta hval­inn sem landað hef­ur verið í hval­stöðinni í Hval­f­irði í sum­ar er nú kom­in á Nátt­úrugripa- og fiska­safn Vest­manna­eyja. Steinsug­an er um 80 senti­metra löng og mjög stór að sjá, að sögn Georgs Skær­ings­son­ar hjá Þekk­ing­ar­setri Vest­manna­eyja.

„Hún kom í land með 100. hvaln­um og þeir sendu hana í tunnu með Herjólfi á föstu­dag­inn, sprellif­andi og fína,“ sagði Georg. Hann sagði að safnið hafi áður verið með sæ­steinsug­ur en sjald­an jafn stór­ar og þessa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert