Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf

Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Hafnarfirði og formaður Prestafélagsins.
Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Hafnarfirði og formaður Prestafélagsins.

Í predikun í Hafnarfjarðarkirkju í morgun sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélagsins, að svo virtist sem allt stjórnkerið í landinu og æðstu ráðamenn þjóðfélagsins hafi stutt Ólaf Skúlason, þáverandi biskup yfir Íslandi, þegar hann var á sínum tíma sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart nokkrum konum.

„Allt stjórnkerfið virðist núna þegar litið er til baka hafa stutt fráfarandi biskup. Og ekki síður virðist hann hafa haft allt samfélagið með sér og þar með talda æðstu ráðamenn og konur þessa samfélags,“ sagði Guðbjörg í predikun sinni sem útvarpað var í Ríkisútvarpinu og bætti við að þær konur sem sakað höfðu Ólaf um ofbeldi hefðu verið úthrópaðar af fjöldanum.

Þá gerði hún einnig aðkomu fjölmiðla að málinu að umfjöllunarefni sínu og sagði spurningar vakna um það hvernig og hvort þeir hefðu fjallað um málið.

Predikunin í Ríkisútvarpinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert