Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf

Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Hafnarfirði og formaður Prestafélagsins.
Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Hafnarfirði og formaður Prestafélagsins.

Í pre­dik­un í Hafn­ar­fjarðar­kirkju í morg­un sagði Guðbjörg Jó­hann­es­dótt­ir, formaður Presta­fé­lags­ins, að svo virt­ist sem allt stjórn­kerið í land­inu og æðstu ráðamenn þjóðfé­lags­ins hafi stutt Ólaf Skúla­son, þáver­andi bisk­up yfir Íslandi, þegar hann var á sín­um tíma sakaður um kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart nokkr­um kon­um.

„Allt stjórn­kerfið virðist núna þegar litið er til baka hafa stutt frá­far­andi bisk­up. Og ekki síður virðist hann hafa haft allt sam­fé­lagið með sér og þar með talda æðstu ráðamenn og kon­ur þessa sam­fé­lags,“ sagði Guðbjörg í pre­dik­un sinni sem út­varpað var í Rík­is­út­varp­inu og bætti við að þær kon­ur sem sakað höfðu Ólaf um of­beldi hefðu verið út­hrópaðar af fjöld­an­um.

Þá gerði hún einnig aðkomu fjöl­miðla að mál­inu að um­fjöll­un­ar­efni sínu og sagði spurn­ing­ar vakna um það hvernig og hvort þeir hefðu fjallað um málið.

Pre­dik­un­in í Rík­is­út­varp­inu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert