Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið

Frá fundi iðnaðarráðherra með fulltrúum ál- og orkufyrirtækja, sveitarstjórna og …
Frá fundi iðnaðarráðherra með fulltrúum ál- og orkufyrirtækja, sveitarstjórna og aðila vinnumarkaðar í dag. mbl.is/Ernir

„Mér fannst koma fram vilji til að halda verkefninu áfram, enda eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Það er nú þegar búið að verja yfir 40 milljörðum í þetta verkefni,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, efir fund sem iðnaðarráðherra boðaði til í dag um stöðu álversins í Helguvík.

„Það var sett mikil pressa á Magma og HS-Orku og Norðurál hins vegar að setjast nú aftur að samningaborðinu, taka málið úr gerðardómsmeðferð og reyna að ná sáttum. Það var líka lagt að þeim sem vinna að skipulagsmálum, skipulagsyfirvöldum og Orkustofnun að setja meiri kraft og hraða í málið. Okkur finnst að hraði þeirra mála sem fara í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik,“ segir Ásmundur.

Hann segir fundinn hafa verið gagnlegan. Þarna hafi komið saman 22 aðilar sem tengjast þessu máli á einn eða annan hátt og og ber hver og einn einhverja ábyrgð á framgangi verkefnisins.

Ákveðið var að nýta næstu daga vel að sögn Ásmundar og koma aftur saman til fundar eftir mánuð.

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert