Loftslagsnefndin verði stokkuð upp

Ráðið átelur Alþjóðaloftslagsnefndina fyrir dómsdagsspá um bráðnun jökla í Himalaja-fjallgarðinum.
Ráðið átelur Alþjóðaloftslagsnefndina fyrir dómsdagsspá um bráðnun jökla í Himalaja-fjallgarðinum. Reuters

Niðurstaða alþjóðlegs fagráðs vísindamanna sem falið var að leggja mat á störf Alþjóðaloftslagsnefndar SÞ (IPCC) er sú að gera þurfi róttækar breytingar á starfsemi hennar. Leggur ráðið jafnframt til að formaður nefndarinnar geti ekki setið jafn lengi og undir núverandi fyrirkomulagi.

En núverandi formaður nefndarinnar, Dr Rajendra Pachauri, situr í tvö sex ára kjörtímabil.

Þá leggur ráðið, sem á ensku nefnist Inter-Academy Council (IAC), til að skipuð verði framkvæmdastjórn sem óháðir aðilar, jafnvel aðilar sem ekki starfa í vísindasamfélaginu, hafi aðgang að, í því skyni að auka trúverðugleika nefndarinnar.

Það er jafnframt skoðun ráðsins að Alþjóðaloftslagsnefndin hafi brugðist seint og illa við uppljóstrunum um rangfærslur í skýrslu nefndarinnar á árinu 2007. 

Ber þar hæst sú spá að árið 2035 verði jöklar Himalaja-fjallgarðsins horfnir með öllu og aðgengi um 800 milljóna manna að drykkjarvatni þar með ógnað, spá sem hefur nú verið hrakin með öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka