Bærinn rukkaður um 1,8 milljarða

Reykjanesbær skuldar mikið og tekjur af álveri ekki í hendi.
Reykjanesbær skuldar mikið og tekjur af álveri ekki í hendi. mbl.is/RAX

Er­lent lán sem nú stend­ur í 1,8 millj­örðum króna gjald­féll á Reykja­nes­bæ í upp­hafi þessa mánaðar og bær­inn hef­ur ekki greitt lánið. Vinna við end­ur­fjármögn­un láns­ins hef­ur verið í gangi megnið af ár­inu en ekki skilað ár­angri.

Ljóst er að Reykja­nes­bær er í afar þröngri stöðu. Í rekstr­ar­upp­gjöri bæj­ar­fé­lags­ins fyr­ir júní kem­ur einnig fram að skulda­bréfa­út­boð á þessu ári hafi gengið illa. Þá stefn­ir að óbreyttu í 500 millj­óna halla á rekstri bæj­ar­ins þar sem tekj­ur af ál­veri og fleiri verk­efn­um hafa brugðist.

Lánið sem gjald­féll 2. ág­úst var tekið árið 2000 hjá þýska Wurt­h­em­ber­ger-bank­an­um. Að sögn Böðvars Jóns­son­ar, for­manns bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, er bank­inn nú í slitameðferð. Af þeim sök­um sé erfiðara en ella að semja við bank­ann um end­ur­fjármögn­un en á sín­um tíma hafi það verið skiln­ing­ur beggja aðila að lánið yrði end­ur­fjármagnað, að minnsta kosti að hluta. Ná­ist ekki samn­ing­ar við þýska bank­ann verði bæj­ar­sjóður að afla sér fjár­muna ann­ars staðar til að borga upp lánið. Þar er hins veg­ar lítið svig­rúm, bæði er­lend­is og inn­an­lands, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka