Bærinn rukkaður um 1,8 milljarða

Reykjanesbær skuldar mikið og tekjur af álveri ekki í hendi.
Reykjanesbær skuldar mikið og tekjur af álveri ekki í hendi. mbl.is/RAX

Erlent lán sem nú stendur í 1,8 milljörðum króna gjaldféll á Reykjanesbæ í upphafi þessa mánaðar og bærinn hefur ekki greitt lánið. Vinna við endurfjármögnun lánsins hefur verið í gangi megnið af árinu en ekki skilað árangri.

Ljóst er að Reykjanesbær er í afar þröngri stöðu. Í rekstraruppgjöri bæjarfélagsins fyrir júní kemur einnig fram að skuldabréfaútboð á þessu ári hafi gengið illa. Þá stefnir að óbreyttu í 500 milljóna halla á rekstri bæjarins þar sem tekjur af álveri og fleiri verkefnum hafa brugðist.

Lánið sem gjaldféll 2. ágúst var tekið árið 2000 hjá þýska Wurthemberger-bankanum. Að sögn Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, er bankinn nú í slitameðferð. Af þeim sökum sé erfiðara en ella að semja við bankann um endurfjármögnun en á sínum tíma hafi það verið skilningur beggja aðila að lánið yrði endurfjármagnað, að minnsta kosti að hluta. Náist ekki samningar við þýska bankann verði bæjarsjóður að afla sér fjármuna annars staðar til að borga upp lánið. Þar er hins vegar lítið svigrúm, bæði erlendis og innanlands, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka