Segist ekki hafa tekið afstöðu til umsækjenda

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra mbl.is/Ómar

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vísar því á bug að hann telji annan umsækjanda hæfari til þess að gegna starfi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs en Ástu H. Bragadóttur en Ásta taldi svo vera í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi.

„Ég hef enga afstöðu tekið til umsækjenda enda hef ég engar umsóknir séð. Málið er í höndum stjórnarinnar og hefur alltaf verið. Mikill vilji var hjá stjórnarmönnum til að ná einróma niðurstöðu. Þá kannaði ég það hvort þetta gæti verið leið til þess. Það voru allir tilbúnir til þess að reyna það og þessi hugmynd var samþykkt án mótatkvæðis í stjórninni. Í henni felst auðvitað ekkert annað en aðferðarfræði til þess að gera stjórninni kleift að ná samhljóma niðurstöðu,“ segir Árni Páll sem kveðst ekki brjóta lög með því að grípa inn í málið þar sem hann taki sér ekkert vald. Þá áréttar Árni í Morgunblaðinu í dag, að það sé stjórnarinnar að ákveða hvort nýta skuli hugmynd hans um nefnd til að velja í starfið.


 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert