Siglt um ævintýraheim Grænlands

Hildur á Scoresbysundi.
Hildur á Scoresbysundi. mbl.is/Heimir Harðarson

„Þetta er ægifagurt svæði,“ segir Heimir Harðarson, sem er nýkominn úr leiðangri Norðursiglingar um Scoresby-sund á Grænlandi, sem er lengsti fjörður í heimi.

Að sögn Heimis var markmið ferðarinnar að prófa skútuna Hildi, sem er nýuppgerð, þjálfa áhöfnina í slíkum ferðum og kanna möguleika á ferðaþjónustu á svæðinu.

„Það er eins og að koma inn í aðra veröld þegar maður kemur inn í fjörðinn. Maður býr nú hérna við Skjálfanda og finnst hann magnaður en maður getur margfaldað allt með tveimur þarna.“ Hann segir jafnframt að heimamönnum hafi litist vel á hugmyndir um að hefja ferðaþjónustu á svæðinu. „Við sjáum ýmsa möguleika þarna,“ segir Heimir í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert