Sigur fyrir Jón Bjarnason

Birgir Ármannsson telur Jón Bjarnason hafa unnið pólitískan sigur í …
Birgir Ármannsson telur Jón Bjarnason hafa unnið pólitískan sigur í umræðum um fækkun ráðuneyta. Þorkell Þorkelsson

Fyr­ir­huguð fækk­un ráðuneyta er illa und­ir­bú­in og óljóst hver sparnaður­inn af henni verður, að mati Birg­is Ármanns­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Birg­ir tel­ur þá fyr­ir­ætl­un meiri­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar að setja breyt­ing­ar á sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu á ís vera sig­ur fyr­ir Jón Bjarna­son.

„Ég er þeirr­ar skoðunar að málið sé al­ger­lega ófull­b­urða og að eðli­leg­ast væri að rík­is­stjórn­in tæki það aft­ur til sín og und­ir­byggi málið áður en það kem­ur inn í þingið. Um er að ræða sam­ein­ingu ráðuneyta sem reynd­ar er búið að draga veru­lega úr miðað við þá stefnu sem málið hef­ur tekið í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is.

Það lít­ur út fyr­ir að at­vinnu­vegaráðuneytið og breyt­ing­ar á auðlinda­mál­um og annað þess hátt­ar verði látið bíða. Það sem verið er að tala um núna er sam­ein­ing dóms­mála- og sam­gönguráðuneyt­is ann­ars veg­ar og fé­lags­mála- og heil­brigðisráðuneyt­is hins veg­ar.“

Úttekt­ir skort­ir

Birg­ir seg­ir rík­is­stjórn­ina hvorki styðjast við mat á áhrif­um af fyrri sam­ein­ing­um ráðuneyta né við út­færðar hug­mynd­ir um ávinn­ing af sam­ein­ingu þeirra nú.

„Málið hef­ur ekki verið unnið þannig að það sé hægt að átta sig á því hvaða af­leiðing­ar það kem­ur til með að hafa. Það hef­ur ekki farið fram nein út­tekt á því hvernig fyrri breyt­ing­ar á ráðuneyt­um, sem m.a. voru gerðar í fyrra og árið 2007, hafa reynst, hvaða sparnaður hef­ur náðst fram eða hagræðing af öðrum toga.

Það ligg­ur ekki fyr­ir neitt um það hvernig eigi að ná fram þeim ávinn­ingi sem boðaður er í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Af þeirri ástæðu finnst mér al­ger­lega ótíma­bært að af­greiða málið á þessu stigi.“

Báknið burt en með betri und­ir­bún­ingi

- Sjálf­stæðis­menn hafa lengi talað fyr­ir því að rík­is­báknið minnki, sam­an­borið slag­orðið „báknið burt“. Af hverju styðjið þið ekki þess­ar fyr­ir­ætlan­ir nú?

„Við erum opn­ir fyr­ir því að skoða fækk­un ráðuneyta og breyt­ingu á verka­skipt­ingu þeirra og fleiri breyt­ing­ar af því tagi sem máli skipta. For­send­an fyr­ir því að rík­is­stjórn leggi fram frum­varp af þess­um toga er hins veg­ar sú að hún vinni heima­vinn­una sína og komi inn í þingið með frum­varp sem er til­búið til af­greiðslu.

Ég held að upp­haf­legi til­gang­ur­inn hafi verið sá að ná fram víðtæk­ari breyt­ing­um en nú eru í spil­un­um og að áhersl­an nú sé sú að rík­is­stjórn­in vilji láta líta út fyr­ir að hún sé að gera eitt­hvað. Þetta er hluti af spuna.“

Sig­ur fyr­ir Jón Bjarna­son

Birg­ir tel­ur þá fyr­ir­ætl­un meiri­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar að setja breyt­ing­ar á sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu á ís vera sig­ur fyr­ir Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

„Hvað varðar at­vinnu­vegaráðuneyt­in og um­hverf­is- og auðlinda­mál­in sem rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­inn virðist ætla að geyma er al­veg ljóst að Jón Bjarna­son hef­ur unnið þann slag, eða að minnsta kosti þessa lotu, í slagn­um,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son.

Birgir Ármannsson.
Birg­ir Ármanns­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert