Telja væntanlega 21% vexti sanngjarna

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson

Staðfesti Hæstirétt­ur dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í vaxta­mál­inu þýðir það vænt­an­lega, að dóm­ar­ar við rétt­inn telji það sann­gjarnt að skuld­ar­ar verðtryggðra lána sitji uppi með þá hækk­un þeirra, sem á rót sína að rekja til óðaverðbólgu síðustu þriggja ára og end­ur­speglaðist m.a. í 21% vöxt­um. Þetta kem­ur fram í grein Sig­urðar G. Guðjóns­son­ar, lög­manns á Press­unni í dag en þar fjall­ar hann um vænt­an­lega dóm Hæsta­rétt­ar varðandi geng­islán­in.

Hæstirétt­ur mun á næst­unni kveða upp dóm um vexti þeirra geng­is­tryggðu lána, sem rétt­ur­inn dæmdi ólög­mæt í tveim­ur dóm­um sín­um þann 16. júní sl.

„Þeir dóm­ar vöktu von um betri tíð þeirra sem á síðustu þrem­ur árum hafa séð eign­ir sín­ar brenna á báli verðbólg­unn­ar.

Sú von varð að engu þegar Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi þann 23. júlí sl., sbr. mál nr. E4787/​2010, að ólög­mætu geng­islán­in skyldu bera þá vexti, sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxt­um af nýj­um al­menn­um óverðtryggðum út­lán­um hjá lána­stofn­un­um.


Hæstirétt­ur verður í vænt­an­leg­um dómi sín­um að kom­ast að ann­arri niður­stöðu; helst þeirri að um­samd­ir vext­ir  geng­is­tryggðu lána­samn­ing­anna skuli standa, enda voru það vext­ir hinna geng­is­tryggðu lána sem lán­tak­end­ur voru að sækj­ast eft­ir.

Með því að velja geng­is­tryggð lán fjár­mála­fyr­ir­tækja töldu lán­tak­end­ur sig lausa bæði und­an ís­lensk­um ok­ur­vöxt­um og oki ís­lensku verðtrygg­ing­ar­inn­ar; verðtrygg­ing­ar sem  á umliðnum árum hef­ur fært fjár­magnseig­end­um ómælt fé á kostnað þeirra sem kosið hafa að koma sér upp hús­næði fyr­ir sig og sína," skrif­ar Sig­urður G. í grein sinni.

Grein­in í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert