Fundur verður síðdegis í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14:30 um stöðu orkumála og fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Hefur Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, boðað forsvarsmenn orku- og álfyrirtækja, sveitarstjórnamenn, og forustu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á fundinn.
Um er að ræða upplýsingafund þar sem fjallað verður um stöðuna. Forustumenn samtaka vinnumarkaðarins hafa átt viðræður við stjórnvöld að undanförnu um stöðu atvinnumála og því eru þeir boðaðir til fundarins.