Ákvarðanir liggja ekki fyrir

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra

„For­sæt­is­ráðherra er bara að tala við fólk,“ sagði Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, þegar frétta­menn ræddu við hann utan við Stjórn­ar­ráðið í kvöld. Hann kvaðst ekki vita hvort hann yrði áfram ráðherra og sagði að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar. Fyrst yrði að tala við alla.

Árni Páll kvaðst vona að mál­in skýrðust á morg­un. Aðspurður um hvort ráðuneyti hans yrði sam­einað öðrum,  sagði hann Alþingi ráða því. „Von­andi verður sú sam­ein­ing að veru­leika, hún er mjög mik­il­væg fyr­ir framtíð í vel­ferðarþjón­ust­unni,“ sagði Árni Páll. 

Árni Páll sagði að í áliti alls­herj­ar­nefnd­ar frá því á fund­in­um í dag sé gert ráð fyr­ir sam­ein­ingu ráðuneyt­anna um næstu ára­mót.  

Stjórn­ar­frum­varp um sam­ein­ingu ráðuneyta var á dag­skrá alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Sam­kvæmt því er gert ráð fyr­ir að fækka ráðuneyt­um úr tólf í níu. Stefnt er að sam­ein­ingu fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­is og heil­brigðisráðuneyt­is í vel­ferðarráðuneyti um ára­mót­in og einnig dóms­mála- og mann­rétt­indaráðuneyt­is og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is í inn­an­rík­is­ráðuneyti.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir m.a.:

„Í frum­varpi þessu er í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar lögð til sam­ein­ing dóms­mála- og mann­rétt­indaráðuneyt­is og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is í inn­an­rík­is­ráðuneyti, fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­is og heil­brigðisráðuneyt­is í vel­ferðarráðuneyti og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is og iðnaðarráðuneyt­is í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti. Þá er lagt til að heiti um­hverf­is­ráðuneyt­is verði um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka