Bandaríkjaher sinnir loftrýmisgæslu

F15 orrustuþota
F15 orrustuþota Af vef NATO

Flugsveit frá bandaríska flughernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 6. – 24. september. Sveitin er hér stödd í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Um 175 liðsmenn bandaríska flughersins verða staddir á Íslandi vegna verkefnisins, sem er sinnt með tíu F15 orrustuþotum, auk þess sem eldsneytisbrigðavél verður stödd hér á landi, samkvæmt tilkynningu frá Varnarmálastofnun.

Þetta er í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland. Í fyrra var loftrýmisgæslunni sinnt með fjórum F15 orrustuþotum og um 140 manna liði.

Þoturnar 10 munu koma hingað til lands 2. september, en 3.-6. september munu þær meðal annars æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli og aðflug að Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert