Beinagrind á borði ríkisstjórnar

Steypireyðurin í fjöruborðinu.
Steypireyðurin í fjöruborðinu. Ólafur Bernódusson

Beina­grind steypireyðar, sem ný­lega rak á land á Skaga, kom á borð rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un. Þó ekki bók­staf­lega. Þær Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra og Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra óskuðu eft­ir tveggja millj­óna kr. fjár­veit­ingu til að bjarga beina­grind steypireyðar­inn­ar.

Í minn­is­blaði ráðherr­anna tveggja til rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir m.a. að slík­ur hval­reki sem varð í landi Ásbúða á Skaga sé sjald­gæf­ur. Þar er bent á að steypireyður sé stærsta dýr sem lifað hef­ur á jörðinni svo vitað sé. Hvala­teg­und­in hef­ur verið  alfriðuð frá 1966 og er enn í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu.

Talið er að hér við land séu inn­an við þúsund steypireyðar. Mjög sjald­gæft er að heil­ar steypireyðar reki hér á land, vitað er um tvö óstaðfest til­vik frá ár­inu 1980. Ráðherr­arn­ir benda á að eng­in beina­grind sé til af steypireyði hér á landi og aðeins ör­fá­ar til í heim­in­um. Slík beina­grind hafi því mikið sýn­ing­ar- og fræðslu­gildi.

Einnig kem­ur fram að Nátt­úru­fræðistofn­un hafi þegar gert ráðstaf­an­ir til að varðveita beina­grind­ina. Nauðsyn­legt er að taka skíði og bægsli hvals­ins sem fyrst. Þá hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­in tekið sýni úr hvaln­um.

Áætlaður kostnaður við að sækja beina­grind hvals­ins, verka hana, flytja og geyma er áætlaður ekki und­ir tveim­ur millj­ón­um króna. Því er ljóst að hvorki Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands né Nátt­úru­m­inja­safnið hafa fjár­hags­legt svig­rúm til að standa und­ir þess­um auka­kostnaði. 

Þá segja ráðherr­arn­ir að skoða þurfi hvar best verði að varðveita beina­grind­ina til lengri tíma. Um­hverf­is­ráðuneytið og mennta­málaráðuneytið munu ræða það mál að höfðu sam­ráði við Nátt­úru­fræðistofn­un og Nátt­úru­m­inja­safn Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert