Sjávarútvegsráðuneytið segir, að gefnu tilefni, að engin ósk hafi borist frá Evrópusambandinu um tvíhliða makrílviðræður. Ráðuneytið birti tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni í dag.
Í tilkynningunni segir:
„Undanfarna daga hefur ítrekað verið haft eftir embættismönnum framkvæmdastjórnar ESB að um miðjan september muni fara fram tvíhliða viðræður milli Evrópusambandsins og Íslands um makríl. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið vill af þessu tilefni taka það fram að engin ósk um slíkar viðræður hefur borist íslenskum stjórnvöldum.“