Gylfi: Aðdragandinn langur

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Kristinn Ingvarsson

„Þetta skýrist alveg á næstunni. Ég vil að öðru leyti ekkert vera að ræða það,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, aðspurður hvort hann væri að láta af embætti. Gylfi tjáir sig ekki um fréttir um að þegar hafi verið samið um starfslok hans. Hann segir breytingarnar „hafa legið í loftinu“.

- Viltu tjá þig um þær upplýsingar sem Morgunblaðið hefur undir höndum að þetta hafi átt sér langan aðdraganda?

„Það hefur legið í loftinu að það yrði að gera breytingar á ríkisstjórninni í marga mánuði. Þannig að þetta á sér langan aðdraganda í þeim skilningi,“ sagði Gylfi sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert