Gylfi: Aðdragandinn langur

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Kristinn Ingvarsson

„Þetta skýrist al­veg á næst­unni. Ég vil að öðru leyti ekk­ert vera að ræða það,“ sagði Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra, aðspurður hvort hann væri að láta af embætti. Gylfi tjá­ir sig ekki um frétt­ir um að þegar hafi verið samið um starfs­lok hans. Hann seg­ir breyt­ing­arn­ar „hafa legið í loft­inu“.

- Viltu tjá þig um þær upp­lýs­ing­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um að þetta hafi átt sér lang­an aðdrag­anda?

„Það hef­ur legið í loft­inu að það yrði að gera breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni í marga mánuði. Þannig að þetta á sér lang­an aðdrag­anda í þeim skiln­ingi,“ sagði Gylfi sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert