Gylfi og Ragna hætta í stjórn

Breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni á næstu dögum.
Breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni á næstu dögum. mbl.is/Ómar

Verið er að leggja lokahönd á breytingar á ríkisstjórn Íslands, sem m.a. fela í sér að Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra láta af störfum. Þegar hefur verið rætt við þau um starfslok.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Undirbúningur þessara breytinga hefur staðið um allnokkurt skeið og búist er við þvi að breytingarnar verð gerðar opinberar eigi síðar en fyrir hádegi á fimmtudag en þá kemur Alþingi saman. 

Ráðherrar sitja nú á fundi í forsætisráðuneytinu þar sem fjallað er um þessar breytingar. Gert er ráð fyrir frekari breytingum á ríkisstjórninni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka