Keilir gagnrýnir skýrslu

Frá varnarsvæðinu gamla á Keflavíkurflugvelli þar sem Keilir er með …
Frá varnarsvæðinu gamla á Keflavíkurflugvelli þar sem Keilir er með starfsemi.

„Enn og aft­ur leyf­ir starfsmaður Rík­is­end­ur­skoðunar sér að víkja frá ábend­ing­um og at­huga­semd­um og slá fram at­huga­semd án inni­stæðu," seg­ir Hjálm­ar Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Keil­is, um þá um­sögn nýrr­ar skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um Keili að op­in­bert fé til frum­greina­kennslu skól­ans árin 2007–2010 hafi ekki allt runnið til henn­ar.

Hjálm­ar sagði, að öll skref­in í upp­bygg­ingu skól­ans hafi verið stig­in með vit­und og vænt­an­lega vilja hins op­in­bera.

„Við skilj­um ekki af hverju þessi starfsmaður leyf­ir sér að setja svona full­yrðingu fram, enda hef­ur þetta þegar haft afar skaðleg áhrif. Nem­end­ur og starfs­fólk er felmtri slegið. Ég tel þessi vinnu­brögð fyr­ir neðan all­ar hell­ur, frá upp­hafi og til enda,“ sagði Hjálm­ar.

Meg­inþungi gagn­rýn­inn­ar lýt­ur að rekstri skól­ans með þeirri um­sögn að óvissa sé um rekstr­ar­grund­völl­inn til lengri tíma litið.  Hjálm­ar seg­ir, að Keil­ir hafi orðið þriggja ára í maí og það segi sig sjálft að á upp­bygg­ing­ar­tíma­bili reyni mjög mikið á. Þá sé verið að fjár­festa og leggja út í ýms­an kostnað sem leiðir til taps.

„Við ein­sett­um okk­ur svo hins veg­ar að skila þessu ári, fjórða starfs­ár­inu, með rekstr­araf­gangi. Sjö mánaða upp­gjör sýn­ir, svo ekki verður um villst, að við erum á áætl­un og rúm­lega það. Það er hins veg­ar alltaf óvissa um rík­is­fram­lög. Það gild­ir hins veg­ar ekki aðeins um Keili, held­ur alla skóla.“

Nán­ar verður rætt við Hjálm­ar í Morg­un­blaðinu á morg­un. 

Óvíst hvort grund­völl­ur sé fyr­ir rekstri Keil­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert